news

Vitaborg Vikan 16. - 20. september

20 Sep 2019

Vikan 16. - 20. september

Við höfum átt saman notalega skólaviku og notið rigningarinnar, en vikan hefur einkennst af rigningu og bleytu. Við höfum ekki látið það á okkur fá og höfum skemmt okkur vel úti, "mér finnst rigningin góð" hefur átt vel við. Við viljum minna á að fylla boxin, en það gengur vel á aukafötin í bleytutíðinni og því er mikilvægt að það sé fyllt á boxin reglulega.

Báðir hópar...

Fyrir hádegi á mánudag fórum við í fjöruferð með vinum okkar á Hamarsborg, við fórum að leita eftir fjörudýrum og komum með nokkur dýr með okkur og höfðum í búri í rúman sólahring hérna í borgum.

Fyrir hádegi á þriðjudag skoðuðum við fjörudýrin í smásjánni okkar og eftir hádegi fórum við og skiluðum fjörudýrunum aftur niður í fjöru.

Eftir hádegi á föstudag fórum við á fagnaðarfund með vinum okkar úr stóru- og miðhópum af Tröllaborg, Álfaborg og Hamarsborg.

Bjargar og Völlu hópur...

Eftir hádegi á mánudag fórum við í salinn, þar sem við gerðum ýmsar æfingar.

Fyrir hádegi á miðvikudag unnum við í Tölum saman verkefninu og lékum okkur í púðastofu og eftir hádegi fórum við að leika í garðinum.

Fyrir hádegi á fimmtudag fórum við með vinahópnum okkar í Ævintýraskóginn og lékum okkar þar með ýmsan efnivið sem þar er. Eftir hádegi lékum við ýmiss leikrit í púðastofu og æfðum okkur að koma fram.

Tönju hópur...

Eftir hádegi á mánudag fórum við útí garð með öllum miðhópum og týndum laufblöð til að nota í stafavinnunni á fimmtudag.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við út að leika í rigningunni. Við fórum í ævintýraskóg og fengu stelpurnar að leika frjálst og voru þær mjög duglega að vinna saman og hjálpast að.

Eftir hádegi töluðum við um heitin á líkamspörtum og lékum okkur svo smá í púðastofu.

Fyrir hádegi á fimmtudag var stafavinna. Að þessu sinni föndruðum við með laufblöð sem við týndum fyrr í vikunni.

Eftir hádegi fórum við í salinn þar sem við fengum smá útrás með hlaupum og hoppi og skoppi.

Fyrir hádegi á föstudag fórum við út að leika.

Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Björg, Valla og Tanja