news

Vitaborg vikan 12.-16. ágúst

16 Ágú 2019

Vikan 12.-16. ágúst

Í vikunni byrjaði vinahópastarf, stóri hópurinn kemur til með að hitta stóra hóp frá Hamarsborg tvisvar sinnum í viku og munu oftast fara út í ýmsar vettvangsferðir. Miðhópurinn hittir miðhópana, frá Hamarsborg, Álfaborg og Tröllaborg tvisvar sinnum í viku. Annað skiptið mun oftast fara fram úti en það seinna inni. Að auki kemur miðhópurinn til með að hitta miðhópinn hennar Röggu í salnum á fimmtudögum. Þannig fá miðhópsstúlkur tækifæri á að hitta jafnaldra sína reglulega, auk þess sem þau hittast einnig á fagnaðarfundum á föstudögum og úti í garði í vali.

Vikan gekk vel og eru stúlkurnar smátt og smátt að komast inn í starfið.

Báðir hópar....

Fyrir hádegi á þriðjudag tókum við á móti nýrri vinkonu, henni Birtu Maríu og bjóðum við henni velkomna á Vitaborg. Eftir hádegi á þriðjudag fórum við niður á leikvöll við Suðurbæjarlaug í hlaup og leiki.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við allar saman út með öllum drengjunum á Hamarsborg, við fórum í ýmsa hópleiki. Eftir hádegi á miðvikudag teiknuðum við myndir af fjölskyldum okkar.

Fyrir hádegi á föstudag fórum við niður að tjörn, tilgangurinn var að reyna að koma auga á Álftir, en Álft er fuglstegund mánaðarins hjá okkur. Við vorum svo heppnar að koma auga á nokkrar Álftir. Eftir hádegi fórum við svo á fyrsta Fagnaðarfund skólaársins.

Bjargar og Völlu hópur.....

Fyrir hádegi á mánudag spiluðum við rímsspil og eftir hádegi fórum við út á leikvöllinn við leikskólann Kató, þar sem við fórum í ýmsar hugrekkisæfingar.Fyrir hádegi á þriðjudag tókum við á móti nýrri vinkonu, henni Birtu Maríu.

Fyrir hádegi á fimmtudag hittum við vinahópinn okkar frá Hamarsborg, við fengum okkur göngutúr um Hvammana og fórum í nokkrar fyrirmælaæfingar. Eftir hádegi teiknuðum við sjálfsmynd.

Tönju hópur.....

Á mánudaginn var fámennt í hópnum. Fyrir hádegi fórum við í Ævintýraskóg þar sem við æfðum okkur að raða ýmsu úr umhverfinu í stærðarröð og stoppuðum smá stund í róló á baka leiðinni. Eftir hádegi spjölluðum við saman og æfðum okkur að skrifa nafnið okkar.

Fyrir hádegi á fimmtudag hittum við vinahópinn okkar á Hamarsborg. Við fórum í stutta göngu uppí Ævintýraskóg og voru krakkarnir í frjálsum leik þar. Eftir hádegi fórum við í salinn með miðhóps stelpum á Tröllaborg og gerðum ýmsar æfingar og enduðum á þrautabraut.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

Björg, Valla og Tanja