news

Vitaborg vikan 19. - 23. ágúst

23 Ágú 2019

Vikan 19. - 23. ágúst

Í vikunni byrjuðum við á verkefni sem við köllum hljóð vikunnar.

Stóri hópur: Vinnan fer yfirleitt alltaf þannig fram á Vitaborg að í samveru á mánudögum leggjum við inn hljóð vikunnar og finnum saman orð sem byrja á hljóði vikunnar. Í vikunni er heimaverkefni, finna orð sem byrja á hljóði vikunnar, fjölskyldan getur þannig fundið orð saman, skrifað niður á blað og komið með í leikskólann. Þannig hjálpumst við öll að við að finna fullt af orðum á töfluna okkar. Á föstudögum vinnum við síðan verkefni, klippum út staf/i hljóðsins, teiknum nokkur orð sem byrja á hljóði vikunnar og svo leirum við stafinn og höfum gaman,

Miðhópur: Vinnan fer þannig fram að við erum með stórahópnum í innlögninni, syngjum með þeim Lubba lagið um hljóð vikunnar og hlustum á söguna sem er í Lubba. Áður en stórihópur fer að finna orð þá skiptum við hópnum upp og förum með miðhópinn fram, þar sem þær vinna auðveldari útfærslu. Þær leita tildæmis af í orðum í bókum.

Hljóð vikunnar var Íí/Ýý


Báðir hópar....

Fyrir hádegi á mánudag fórum við saman ásamt öllum drengjunum af Hamarsborg að leita af Blæ bangsa vini okkar. Á föstudag (í síðustu viku) fengum við bréf frá honum þar sem hann sagði okkur að hann væri að leita af leikskólanum okkar en fyndi hann ekki. Því ákváðum við að fara í sameiningu í göngutúr og athuga hvort að við myndum nokkuð finna hann. Fljótlega fundum við bréf sem lá við Grænugrófarlæk, til allrar hamingju var bréfið frá Blæ bangsa. Bréfið leiddi okkur síðan áfram niður að fjöru en þar fundum við annað bréf, sem leiddi okkur áfram á nokkra staði, þar til við loksins fundum hann við mikinn fögnuð á Jófríðarstaðarhól. Tölvupóstur var sendur út til foreldra með myndbandi af leitinni, ef þið fenguð ekki tölvupóst frá Völlu þá látið þið Völlu vita ;)

Bjargar og Völlu hópur....

Eftir hádegi á mánudag fórum við í salinn þar sem við æfðum okkur að leita eftir bókstöfunum í nöfnunum okkar.

Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við með vinahópnum okkar af Hamarsborg að leika í garðinum og eftir hádegi unnum við tölustafaverkefni um tölustafinn 1.

Fyrir hádegi á miðvikudag unnum við í "Tölum saman" möppunni okkar. Við byrjuðum á kafla eitt sem inniheldur stuttar smásögur og hlustunaræfingar. Eftir hádegi fórum við út að leita af pöddum og skordýrum.

Fyrir hádegi á fimmtudag hittum við vinahópinn okkar frá Hamarsborg, við fengum okkur kraftgöngu upp að stóru brú, gerðum nokkrar fyrirmælaæfingar og æfðum okkur að ganga saman í hóp. Eftir hádegi skoðuðum við skordýrin sem við fundum deginum áður. Við notuðum smásjá sem við vorpum uppá vegg þannig að við gátum skoðað hvern krók og kima á pöddunum.

Fyrir hádegi á föstudag unnum við verkefni með hljóð vikunnar og eftir hádegi fórum við á fagnaðarfund.

Tönju hópur....

Eftir hádegi á mánudag æfðum við til dæmis rím og andstæður.

Fyrir hádegi á þriðjudag vorum við að búa til form úr einingakubbunum, bæði lítil og stór. Svo lékum við okkur smá stund með dýrin.

Eftir hádegi fórum við á Jófríðarstaðarhól og gerðum ýmsar æfingar sem reyna m.a. á jafnvægið og svo var frjáls leikur í restina.

Fyrir hádegi miðvikudag fórum við í göngutúr og skoðuðum og hlustuðum á umhverfið okkar. Við sáum t.d páfagauk, snigla og skoðuðum aðeins plöntuna Vallhumal. Við stoppuðum stutta stund í Úlfaskógi áður en ferðinni hélt áfram.
Eftir hádegi vorum við að vinna með litina gulan og bláan.

Fyrir hádegi á fimmtudag hittust allir miðhóparnir í borgum í hljóðavinnu en hljóð vikunnar er Í/Ý.
Eftir hádegi fórum við í salinn með miðhóps stelpunum hennar Röggu og gerðum alls kyns æfingar og í þrautabraut

Fyrir hádegi föstudags fórum við á róló þar sem við lékum okkur frjálst og fórum í nokkra leiki saman.
Eftir hádegi var fagnaðarfundur.

Takk fyrir vikuna og góða helgi kæru vinir

Björg, Valla og Tanja