Vitaborg vikan 19. - 23. október
23 Okt 2020
PVikan 19. - 23. október
Það er farið að kólna í veðri og mikilvægt að stúlkurnar komi með viðeigandi klæðnað í kuldanum. Á þriðjudag þegar jarðskjálftinn reið yfir var Bjargar borð inni í Tölum saman með Völlu. Það hristis allt vel og urðu nokkrar smeykar en annars fóru þær fljótlega aftur að leika sér í púðastofu. Völlu borð var úti með Erlu þar sem þær skelltu sér á hoppubelginn og þær fundu ekki fyrir neinum skjálfta.
Hljóð vikunnar var Mm

Hljóð næstu viku verður Uu
Mánudagur
Fyrir hádegi fórum við með vinum okkar að skoða hænurnar og fiskana á Strandgötunni. Eftir hádegi fórum við út á tún í leiki.




Þriðjudagur
Fyrir hádegi eins og áður sagði var Bjargar borg að vinna í Tölum saman og leika í púðastofu og Völlu hópur fór út á hoppubelgin.
Eftir hádegi var Völlu borð inni í Tölum saman og leika í púðastofu og Bjargar hópur fór á hoppubelginn.
Miðvikudagur
Fyrir hádegi fórum við með vinum okkar á leikvöllinn við Suðurhvamm og eftir hádegi unnum við í stafavinnunni.





Fimmtudagur og Föstudagur
Þessa daga sameinuðumst við með Hamarsborg, við fórum út á leikvöll og höfðum sameiginlegt val, sameiginlega hvíld o.s.frv.
Takk fyrir vikuna kæru vinir
Valla, Alexandra og Erla