news

Vitaborg vikan 26. - 29. ágúst

30 Ágú 2019

Vikan 26. - 29. ágúst

Nú eru allir að komast í rútínuna aftur eftir sumarfrí og hefur aðlögunin gengið vel og eru allar að komast inn í hlutina hérna hjá okkur á Vitaborg. Við þökkum þeim foreldrum sem gáfu sér tíma til þess að mæta á námsefnafundinn á þriðjudagsmorgun kærlega fyrir komuna.

Hljóð vikunnar var Óó

Báðir hópar...

Eftir hádegi á föstudag fórum við á fagnaðarfund, sem við sáum um að þessu sinni. Þá veljum við lög til þess að syngja og stúlkurnar sjá sjálfar um að kynna lögin, ein og ein í einu. Þannig efla þær sjálfstraust og kjark við það að standa upp fyrir framan stóran hóp og fá gott lófatak frá vinum sínum fyrir frammistöðuna.

Bjargar og Völlu hópur...

Fyrir hádegi á mánudag fórum við í góðan göngutúr og enduðum í frjálsum leik á Suðurbæjar róló. Eftir hádegi fórum við í salinn.


"Í hanaslag"

Fyrir hádegi á þriðjudag fórum við út í garð og lékum okkur með vatn og eftir hádegi unnum við í tölustafaheftinu okkar.

Fyrir hádegi á miðvikudag unnum við í "Tölum saman" og eftir hádegi brugðum við undir okkur betri fætinum og fórum í bæjarferð og fórum á pósthúsið.

Fyrir og eftir hádegi á fimmtudag fórum við í vinahópastarf, héldum áfram með skordýra þemað okkar og leituðum af fleiri skordýrum og skoðuðum þau síðan í smásjánni okkar. Að lokum teiknuðum við skordýr sem við hengdum upp á vinavegginn okkar í fatahenginu.

Fyrir hádegi á föstudag unnum við verkefni með hljóðið "Óó"

Tönju hópur

Fyrir hádegi mánudag teiknuðu stelpurnar sjálfsmynd. Eftir hádegi fórum við í göngutúr með öllum miðhópum.

Fyrir hádegi á þriðjudag kláruðum við litaverkefnið okkar og perluðum. Eftir hádegi fórum við í fyrirmæla æfingar og töluðum um vináttu og lékum okkur á suðurbæjarróló.

Fyrir hádegi á miðvikudag fórum við í göngutúr og skoðuðum alla fallegu litina sem eru að koma með haustinu. Eftir hádegi vorum við að æfa heimilisföng, afmælisdaga og munin á skírnarnafni og fullu nafni.

Fyrir hádegi á fimmtudag hittust allir miðhóparnir og voru að vinna með staf vikunnar, Ó. Við föndrðum og sungum saman. Eftir hádegi fórum við í salinn og gerðum ýmsar fyrirmælaæfingar og enduðum á stuttri þrautabraut.

Fyrir hádegi á föstudag fórum við í sniglaleiðangur og fundum helling af fallegum sniglum sem var spennandi að skoða

Takk fyrir vikuna og góða helgi kæru vinir

Björg, Valla og Tanja