news

Vitaborg vikan 26. - 30. október

30 Okt 2020

Vikan 26. - 30. október 2020

Dagarnir fljúga heldur betur áfram, það er annaðhvort mánudagur eða föstudagur finnst okkur. Við viljum þakka ykkur fyrir gott samstarf í sóttvörnun en það er afar mikilvægt að við náum að halda fataklefanum lokuðum fyrir aðra en starfsmenn og börn hér í borgum. Það er gert til þess að takmarka þann fjölda sem annars kæmi inn í húsið. Við förum eftir stífum sóttvarnarreglum til þess að tryggja öryggi allra.

Í vikunni héldum við uppá alþjóðlega bangsadaginn og að auki var ákveðið að hafa hrekkjavökugaman þar sem börn geta ekki gengið í hús vegna ástandsins eins og hefur náð að festast í sessi síðustu ár.

11892-webservice-5f9c0e89cf47c.jpg

27.október er alþjóðlegur bangsadagur en sagan í kringum hann er mjög skemmtileg og langar okkur til að láta þennan fróðleik fylgja með. Theodore (Teddy) nokkur Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseti átti afmæi þennan dag. Roosevelt var mikill skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á bjarnarveiðum hafi hann vorkennt litlum, varnarlausum bjarnarhúni og sleppt honum lausum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki sem vakti mikla athygli. Búðareigandi einn í Brooklyn, New York varð svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann seldi sem "Bangsann hans Teddy" (Teddy's bear). Það má segja að þetta hafi verið upphaf af sigurgöngu leikfangabangsans sem er orðinn vinsæll félagi barna (og fullorðinna) um allan heim og er tákn kærleika og væntumþykju.

Hljóð vikunnar var Uu

Hljóð næstu vikur verður Vv

Mánudagur

Fyrir hádegi á mánudag fórum við í Ævintýraskóg með vinum okkar á Hamarsborg. Á leiðinni sáum við umferðarmælingu sem vakti forvitni okkar. Eftir hádegi föndruðum við Hrekkjavökuföndur

Þriðjudagur

Fyrir hádegi á þriðjudag skiptum við hópnum upp og borðið hennar Völlu var inni í "Tölum saman" og Bjargar borð fór út með Erlu. Eftir hádegi gerðum við Hrekkjavöku föndur á rúðuna við inngang borganna.

11892-webservice-5f9c0e812c220.jpg

Miðvikudagur

Fyrir hádegi skiptum við hópnum upp og borðið hennar Bjargar var inni í "Tölum saman" og Völlu borð fór út með Erlu. Eftir hádeig héldum við áfram með hrekkjavökuföndur.

11892-webservice-5f9c0e7e1f14c.jpg

Fimmtudagur

Fyrir hádegi á fimmtudag fórum við út með vinum okkar frá Hamarsborg og eftir hádegi unnum við í verkefnavinnu.

Föstudagur

Fyrir hádegi á föstudag unnum við með hljóð vikunnar og eftir hádegi vorum með hrekkjavökustemningu með Hamarsborgardrengjum.

11892-webservice-5f9c0e7a5992b.jpg

Takk fyrir vikuna

Björg, Valla, Alexandra og Erla