news

Vitaborg vikan 29.júní - 3.júlí

03 Júl 2020

Vikan 29. - 3. júlí

Sæl og blessuð,

Þá er seinasta heila vikan fyrir sumarfrí senn á enda og er hún búin að vera aldeilis fjörug.

Í byrjun vikunnar fórum við upp á Ásfjall og lékum okkur þar um stund.

Við fengum heimsókn frá sirkus Ananas sem sýndu allskonar flott brögð.

Við tókum ruslaskrímslið okkar í sundur og fórum með það í sorptunnurnar niður í firði og settum ruslið auðvitað í viðeignadi tunnur.

Í gær, fimmtudag, var svo alger sumarstemming í veðurblíðunni. Við byrjuðum á því að fara í Hellisgerði þar sem við lékum okkur fyrir hádegi.

Við slepptum hvíldinni og skelltum okkur í bæjarferð, en í vetur eru stelpurnar búnar að vera að safna flöskum og dósum og gátu þær því farið og keypt sér ís fyrir peninginn sem þær fengu fyrir flöskurnar.

Þegar til baka var komið lékum við okkur á túninu og var svo vöffluveisla úti.

Góða helgi kæru vinir og takk fyrir vikuna

Björg, Tanja og Valla