news

Vitaborg vikan 8. - 12. júní 2020

12 Jún 2020

Vikan 8. - 12. júní

Vikurnar fljúga áfram, enda nóg um að vera þessa dagana hjá báðum hópum. Á föstudag í síðustu viku útskrifaðist stóri hópur og þökkum við foreldrum, stjúpforeldrum og eldri systkinum sem komu kærlega fyrir komuna og við óskum ykkur til hamingju með fyrstu formlegu útskriftina hjá stúlkunni ykkar.

Stóri hópur kláraði fyrri viku sundnámskeiðs í dag og standa þær sig mjög vel. Þær hafa tekið miklum framförum í vikunni og eru orðnar sneggri og öruggari að fara í gegnum klefann frá því í fyrsta tíma á mánudaginn. Þá fór miðhópur í skógarferð í vikunni. Einnig héldum við uppá tvö afmæli á deildinni í vikunni. Eins og áður segir er nóg að gera og tíminn hreinlega flýgur áfram.

Stóri hópur

Fyrir hádegi höfum við tekið þátt í sundnámskeiði, þegar við komum til baka fáum við okkur morgunmat og förum síðan beint á valfund. Eftir hádegi, höfum við verið duglegar að nýta í verkefnið "Tölum saman", á móti fá stúlkurnar að velja hvort þær leiki úti á túni eða inni í púðastofu á meðan tvær stúlkur vinna með kennurum í "Tölum saman". Sundnámskeiðið heldur áfram í næstu viku en þá eru fjórir sundtímar, frí er á þjóðhátíðardaginn, miðvikudaginn 17. júní.

Miðhópur

Fyrir hádegi þessa vikuna höfum við meðal annars verið að föndra og leika okkur í frjálsum leik. Á þriðjudaginn hittum við vinkonur okkar og vini í hinum miðhópunum á Hamarsborg þar sem við unnum ýmis stærðfræði verkefni. Eftir hádegi höfum við verið að nýta okkur túnið í t.d. boltaleiki, frjálsan leik, ungamamma og stórfiskaleik.
Á fimmtudag fórum við svo upp í skórægt þar sem við gróðursettum tré, Alpareynir. Við löbbuðum þar næst niður að Hvaleyravatni. Við fórum í leiki, hlustuðum á tónlist, vöðuðum og lékum okkur. Við fengum svo pylsu áður en haldið var heim.
Í dag, föstudag, fórum við ásamt vinum okkar í miðhóp á Hamarsborg í bæjarferð. Þar fengum við safa og smá kex og tókum strætó heim.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Björg, Tanja og Valla