Vitaborg Tímabilið 9. - 20. nóvember 2020
20 Nóv 2020
Vikurnar 9.-20. nóvember 2020
Í dag kemur inn frétt frá seinustu tveimur vikum. Við viljum þakka fyrir ánægjuleg viðtöl á föstudag fyrir viku sem fóru fram með öðrum hætti en vanalega vegna ástandsins.
Í síðustu viku unnum við með hljóðið Ee og nú í vikunni unnum við með hljóðið Oo.
Hljóð næstu viku verður Nn.
Á miðvikudag tóku nýjar sóttvarnarreglur gildi en þær reglur sem við höfum unnið eftir síðustu vikur halda, það er að segja við vinnum í sóttvarnarhólfum og foreldrar eiga ekki að koma inn í húsnæðið.
Við látum myndirnar sem á eftir koma tala sínu máli fyrir vikurnar tvær. Eins og áður höfum við verið duglegar að fara út með vinum okkar, við vinnum í ,,Tölum saman“, föndruðum orð í gluggann í fataklefanum í tilefni af degi íslenskrar tungu og leikum af lífi og list.
Í vinahópastarfi



Á Degi íslenskrar tungu


Í vinahópastarfi það var tekið vel á því


Í stafavinnu


Afmælisstuð

Stuð og stemning á Vitaborg





Í vinahópastarfi með strákunum á Hamarsborg



Takk fyrir vikuna og góða helgi,
Björg, Valla og Alexandra