news

vikan 22.-26. júní 2020

26 Jún 2020

Heil og sæl,

Það var ýmislegt brallað í vikunni, hópatímarnir voru á sínum stað og einnig valfundirnir þar sem frjálsi leikurinn er á sínum stað, þar fá börnin tækifæri til að leika við félaga sína á sínum eigin forsendum.

Í dag föstudag fórum við allar saman á ærslabelginn við Óla Run tún. Það var ansi mikið drasl umhverfis belginn þegar við mættum, sem stúlkurnar tóku eftir og óumbeðnar byrjuðu nokkrar að tína ruslið upp og henda í tunnuna, sannkallaðar umhverfissinnar.

Stóri hópur...

Við æfðum okkur í að vera grunnskólastúlkur, fórum upp í Öldutúnsskóla og lékum okkur í leiktækjunum þar.

Við fórum upp á Stóraróló og Suðurhvammaróló, héldum áfram í „Tölum saman“. Við tókum að okkur að sjá um umferðarskólann á þessum fordæmalausu tímum

og síðast en alls ekki síst þá efndum við loforð og höfðum dótadag.

Miðhópur....

Í þessari viku héldum við áfram í "tölum saman", við fórum í stafa bingó, við spiluðum dýraspil og margt fleira.
Við vorum mikið úti í göngutúrum þar sem við skoðuðum meðal annars lifru, snigla og ýmisleg blóm en stelpurnar eru einstaklega áhugasamar á að skoða alls kyns skordýr. Við æfðum okkur líka í boðhlaupi og fórum í skemmtilega úti leiki. Við hittum vinkonur okkar á Tröllaborg og fórum í göngutúr.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.
Björg, Valla og Tanja