Fundur stjórnar foreldrafélags leikskólans Hvamms 18. september 2017

Viðstaddir: Elín S. Jónsdóttir, Emilía Borgþórsdóttir, Monika Kavalaite, Stefanía Bjarnadóttir, Rakel, Þóra Kristjana Einarsdóttir og Margrét Sigurpálsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Verkaskipting í stjórn
Ákveðið samhljóma að Margrét verður formaður, Rakel tekur að sér að vera gjaldkeri. Margrét hefur beðið Jóhann Hauk Björnsson um að vera skoðunarmaður reikninga og skoða reikninga tvö ár aftur í tímann, hún bíður svara.
Stefanía og Ella munu áfram vera í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar. Skipun ritara stjórnar frestað um sinn.
2. Innheimta gjald í foreldrafélagið
Ákveðið að hafa gjald í foreldrafélagið óbreytt, síðustu 2 ár hefur gjaldið verið 3.000 kr. á barn og 5.000 kr. fyrir tvö börn. Reikningar skulu vera sendir út sem fyrst, með gjalddaga 1. nóvember. Nikulás sendir reikningana út þar sem hann er enn prókúruhafi. Nikulás á fyrir næsta fund að upplýsa okkur um stöðuna á reikningum og eins hverjar heimturnar voru af gjaldi haust 2016 og voru 2017.
3. Starf foreldrafélagsins veturinn 2016-2017
Rætt um komandi vetur og hugmyndir að viðburðum og verkefnum. Stefnt að því að hafa núvitundarnámskeið og dansnámskeið á skólaárinu, Ella athugar verð í bæði.
Einróma samþykki að kaupa og fá uppsetta klifurgrind a lóðina um leið og fjármagn er til. Emilía fær upplýsingar frá Brynju og hefur samband við Krumma.
Vorhátíðin verður með öðru sniði í ár, pylsur verða grillaðar á skólatíma, foreldrafélagið sér um skemmtun og hugsanlega popp. Á fundi í nóvember verður ákveðið hvort og þá hvaða jólagjöf verður gefin börnunum.
Ákveðið að setja upp endurskinsmerkjaleik í samráðum við leikskólann, Emilia hefur samband við tryggingarfélög til að fá endurskinsmerki.
4. Fundardagskráin veturinn 2017-2018
Eftirfarandi dagsetningar fyrir fundi stjórnar foreldrafélagsins hafa verið ákveðnar:
18. September kl 20:30
23. október kl 20:30
27. nóvember kl 20:30
22. janúar kl 20:30
12. mars kl 20:30
14. maí kl 20:30
5. Önnur mál
Emilía lagði út fyrir plakötum fyrir vorhátíðina í maí 2017 og skal senda reikning á gjaldkera til að fá endurgreitt.

Fundur stjórnar foreldrafélags leikskólans Hvamms 18. október 2016

Viðstaddir: Birna Friðfinnsdóttir, Nikulás Árni Sigfússon, Elín S. Jónsdóttir, Margrét Sigurpálsdóttir, Stefanía Bjarnadóttir, Þóra Kristjana Einarsdóttir og Guðbergur R. Ægisson sem ritaði fundargerð.

1. Verkaskipting í stjórn
Ákveðið samhljóma að Nikulás verður áfram gjaldkeri og Guðbergur ritari. Skipun formanns stjórnar frestað um sinn. Jóhann Haukur Björnsson verður skoðunarmaður reikninga og mun skoða reikninga tvö ár aftur í tímann.
Stefanía og Ella munu vera í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar.

2. Innheimta gjald í foreldrafélagið
Ákveðið að hafa gjald í foreldrafélagið óbreytt. Það verður því áfram 3.000 kr. á barn og 5.000 kr. fyrir tvö börn. Innheimta sl. vetur gekk vel.

3. Starf foreldrafélagsins veturinn 2016-2017
Rætt um komandi vetur og hugmyndir að viðburðum og verkefnum. Birna mun skoða með jógakennslu fyrir börnin og Stefanía mun athuga með fræðslu/námskeið fyrir foreldra. Einnig verður skoðað hvort boðið verði uppá leiksýningu fyrir börnin. Á fundi í nóvember verður ákveðið hvort og þá hvaða jólagjöf verður gefin börnunum.

4. Fundardagskráin veturinn 2016-2017
Eftirfarandi dagsetningar fyrir fundi stjórnar foreldrafélagsins hafa verið ákveðnar:
26. október kl. 21:00
22. nóvember kl. 20:30
Desember – innpökkunarkvöld. Nánari dagsetning ákveðin síðar
7. febrúar 20:30
25. apríl 20:30
13. júní 20:30


Fundur foreldrafélags leikskólans Hvamms 13. apríl 2016. 20:30-21:15

Viðstaddir: Birna Friðfinnsdóttir, Nikulás Árni Sigfússon, Þóra Kristjana Einarsdóttir og Guðbergur R. Ægisson sem ritaði fundargerð.

1. Danskennsla

Ákveðið að foreldrafélagið muni bjóða uppá danskennslu sem Dansskóli Birnu Björns mun halda fyrir alla nemendur í skólanum. Þóra mun sjá um að bóka danskennsluna.

2. Vorhátíð

Umræða um vorhátíð leikskólans, sem verður haldin 26. maí. Ákveðið að fá Sirkus Íslands til að vera með aðal skemmtiatriðið á hátíðinni, ásamt því að boðið verði uppá ís og pylsur. Birna ætlar að sjá um að bóka Sirkúsinn og Nikulás ætlar að útvega hljóðkerfi hjá ÍTH og sjá um að redda ís. Umræða um hvort það ætti að fá hoppukastala. Þóra ætlar að ræða það á deildarstjórafundi og svo verður ákvörðun tekin í kjölfarið.

3. Næsti fundur

Næsti fundur verður haldinn í byrjun júní. Birna mun sjá um að boða hann.


Fundur foreldrafélags leikskólans Hvamms 23. febrúar. 20:00-21:00

Viðstaddir: Birna Friðfinnsdóttir, Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, Guðbergur R. Ægisson, Brynja Stefánsdóttir og Þóra Kristjana Einarsdóttir
1.Skóladagatal Hvamms 2016-2017
Umræður um skóladagatal Hvamms fyrir leikskólaárið 2016-2017. Stjórn foreldrafélagsins gerir athugasemd við hafa á skipulagsdag miðvikudaginn 4. janúar 2017 í stað þess að hafa hann mánudaginn 2. janúar.
2. Viðburðir á vorönn
Umræða um mögulega viðburði sem foreldrafélagið getur boðið uppá á vorönn. Ákveðið að skoða möguleikann á því að fá danskennslu fyrir börnin. Athugað verður með það hjá Dansskóla Birnu Björns.
Ákveðið að send verði út rukkun fyrir gjaldi í foreldrafélagið fljótlega.
3. Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar
Birna Friðfinnsdóttir, sem situr í foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar, fór yfir það hvað er að gerast í foreldraráðinu. M.a. athugasemdir varðandi verklag bæjarins við úttekt á skólalóðum leikskóla og fyrirkomulag við sumarlokun leikskólanna. Einnig upplýst að þann 14. apríl nk. verði haldinn á vegum ráðsins læsisfyrirlestur í Víðistaðaskóla, að því gefnu að styrkur fáist hjá bænum.
4. Vorhátíð Hvamms 2016
Fyrstu umræður um vorhátíð Hvamms sem verður haldinn fimmtudaginn 26. maí. Rætt m.a. um að athuga með Sirkús Íslands, hvort hægt sé að leigja hoppukastala og/eða poppvél. Einnig hvort sleppa ætti pylsugrilli og bjóða bara í staðinn uppá kanilsnúða, ís, popp eða eitthvað annað.
5. Fundi slitið.

Fundur foreldrafélag leikskólans Hvamms

29. október 2015

Mætt eru: Ásta María, Birna Friðfinnsdóttir, Nikulás Árni Sigfússon og Guðbergur R. Ægisson sem ritaði fundargerð.

Fundargerð

1.Verkaskipting í stjórn

Umræður um verkaskiptingu. Birna er til í að taka að sér að vera formaður, Nikulás er til í að halda áfram að vera gjaldkeri og Guðbergur er til í að gefa kost á sér sem ritari félagsins. Verkaskipting verður ákveðin á næsta fundi en þeir sem hafa áhuga á að taka að sér þessi verkefni mega endilega láta vita af því.

2. Rukkun í foreldrafélagið

Gjald í foreldrefélagið helst óbreytt. Engar athugasemdir voru gerðar við þessar upphæðir á aðalfundi foreldrafélagsins sem haldinn var 15. sept. sl. Gjaldið fyrir eina önn miðast við 3.000 kr. fyrir þá sem eru með eitt barn og 5000 kr. fyrir þá sem eru með tvö börn. Greiðsluseðlar fyrir haustönn verða sendir út fljótlega.

3. Leiksýning á aðventunni

Ákveðið að fá brúðuleikhússýninguna „Pönnukakan“ til að sýna fyrir börnin. Sýningin verður 30 nóvember. Sýndar verða tvær sýningar. Ásta María sér um að bóka sýninguna.

4. Jólagjafir á jólaballi

Stefnt er að því að börnunum verði gefnar jólagjafir á jólaballi leikskólans Rætt um að gefa bækur, mandarínur eða eitthvað annað hollt. Á næsta fundi verður jólagjöfin ákveðin. Ásta María er búin að bóka jólasvein. Foreldrafélagið mun svo standa fyrir innpökkunarkvöldi og óska eftir aðstoð frá foreldrum.

5. Fundur foreldraráðs Hafnarfjarðar

Birna mætti á fund foreldraráðs Hafnarfjarðar sem haldinn var miðvikudaginn 28. október og var kosin í stjórn.

6. Viðburðir eftir áramót

Eftir áramót verður skoðað hvort foreldrafélagið muni fá einhvern aðila til þess að halda áhugaverðan fyrirlestur fyrir foreldra. Einnig verður skoðað hvort félagið muni borga fyrir danskennslu fyrir börnin.

7. Önnur mál
Næsti fundur félagsins verður haldinn í lok nóvember.Foreldrafundur - Leikskólinn Hvammur

Kynningafundur leikskólans og foreldrafélags leikskólans.

Þriðjudaginn 15. september 2015

Dagskrá fundarins:

17:00 Kosning fundarstjóra og fundarritara, Þóra Kristjana Einarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri ritar fundargerð.

17:05 Kynning á starfi leikskólans. Ásta María Björnsdóttir leikskólastjóri kynnir skólastarf komandi skólaárs og leggur áherslu á góða foreldrasamvinnu. Samskipti foreldra og skóla rædd og upplýsingar um sérþarfir barna t.d. ofnæmi og óþol. Umræður og spurningar frá foreldrum.

17:30 Formaður foreldrafélagsins, Birna Friðfinnsdóttir kynnir hlutverk foreldrafélagsins og kynnir ársuppgjör þess. Fyrirhugaður er fræðslufundur um læsi. Áætlun komandi árs er í höndum nýrrar stjórnar. Umræður.

Kosning í stjórn félagsins. Formaður gefur til kynna að kosning er óþörf en allir þeir sem gefa kost á sér í stjórn foreldrafélagsins er velkomið að taka þátt.

Þeir sem gefa kost á sér í stjórn foreldrafélags leikskólans Hvamms 2015 - 2016 eru:

Birna Friðfinnsdóttir, foreldri á Álfaborg, birnafridfinns@gmail.com

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir, foreldri á Vitaborg, gudbjorghronn@hotmail.com

Emilía Borgþórsdóttir, foreldri á Álfaborg, emiliabo@gmail.com

Hildur Kristinsdóttir, foreldri á Álfa- og Tröllaborg, kristinsdottirhildur@hotmail.com

Birkir Rafn Gíslason, foreldri á Álfaborg, birkirrafn@gmail.com

Guðbergur Ragnar Ægissson, foreldri á Sól- og Vitaborg, gudragag@gmail.com

Nikkulás Árni Sigfússon foreldri á Skýjaborg, nikki@islandsbanki.is

Aðrir foreldrar sem einnig voru í stjórn foreldrafélags 2014:

Sonja Ýr Eggertsdóttir, foreldri á Hamarsborg, sonjayr76@gmail.com

Gerður Halla Gísladóttir, foreldri á Skýja- og Vitaborg, gerdurhalla@gmail.com

Brynja Stefánsdóttir, foreldri á Tröllaborg. brynjast@gmail.com

Karólína Helga Símonardóttir, foreldri á Sól- og Vitaborg, karolinahelga@simnet.is

18:00 Foreldrar fara inn á deildar, þar kynna deildarstjórar námsefni barnanna og skólastarfið.

18:30 Fundi lýkur