news

Alþjóðlegi bangsadagurinn

23 Okt 2020

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Næstkomandi þriðjudag (27. október) er alþjóðlegi bangsadagurinn. Alþjóðlegi bangsadagurinn er afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var mikil skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum bjarnahúni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessum atviki. Búðareigandi einn í Brooklyn í New York varð svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear. Nú er þessi leikfangabangsi orðin vinsæll leikfélagi barna um allan heim. Nú er Alþjóðlegi bangsadagurinn haldinn hátíðlegur ár hvert á fæðingardegi Theodore Roosevelt.

Í tilefni alþjóðlega bangsadagsins er börnunum boðið að koma með bangsa með sér í leikskólann þann daginn. Samkvæmt skóladagatalinu ætluðum við okkur að hafa náttfatadag þennan dag líka en ætlum þess í stað að hafa búninga- og náttfatadag á föstudeginum (30. október) í tilefni hrekkjavökunnar. Börnin mega því gjarnan mæta í búning eða náttfötum (eða einhverjum notalegum fatnaði) ef þau vilja.

Kærar kveðjur og góða helgi,

starfsfólk leikskólans Hvamms