news

Bókavika 11. til 18. október

07 Okt 2019

Í samvinnu við foreldra ætlum við að útbúa bókaorm í fataklefum leikskólans.

Foreldrar lesa bók fyrir barnið heima. Skrá síðan nafn bókar ásamt nafni barnsins á „póstit-límmiða" hér í leikskólanum og líma miðann upp í orminn.

Skráningin byrjar föstudaginn 11. október og stendur til 18. október. Tilgangurinn er að hvetja foreldra til að lesa á hverjum degi fyrir börnin heima.