news

Fyrsti Umhverfisráðsfundur skólaársins

14 Ágú 2020

Umhverfisráðsfundur 14. Ágúst 2020

Fyrsti Umhverfisráðsfundur vetrarins var haldin föstudaginn 14. Ágúst 2020. Á fundinum voru börn fædd 2015 og 2016 og þau börn sem eru fædd 2016 voru að mæta í fyrsta skiptið og byrjuðum við því þennan fund á því að spyrja börnin hvort þau vissu hvað það þýddi að vera í Umhverfisráði. Við fórum yfir hlutverk okkar sem Grænfánaleikskóli og hvað við þyrftum að hafa í huga varðandi það.

Umhverfismarkmiðin okkar fyrir 2019-2021 eru:

 • Fylgjast með deildartréinu okkar (árgangur 2016 mun finna sér nýtt tré en árgangur 2015 mun halda áfram að fylgjast með sínu tré sem var valið á síðasta skólaári.
  • Komast að því hvað tréin gera fyrir okkur
  • Sjá hvort það sé munur milli árstíða
  • Skoða vöxt trésins
  • Gera samgöngukönnun á hverri deild, haust og vor
  • Gangandi, hjólandi, strætó eða bíl
  • Komast að því hvaðan við fáum matinn okkar

Við ákváðum að hefja þetta skólaár á því að gera eins og síðasta skólaár að grafa niður þrjá hluti; plastflösku, bleyju og epli. Þetta þrennt var grafið niður í jörðina fyrir utan Borgirnar, við munum svo grafa þessa hluti aftur upp eftir veturinn og athuga hvort það hefur verið einhver breyting á hlutunum. Við spurðum börnin hvaða breytingar þau myndu halda að yrðu á hlutunum og fram komu ýmsar uppástungur. Börnin héldu að flaskan yrði pottþétt skítug, einhver hélt að eplið myndi breytast í súkkulaði. Nokkrir héldu því fram að allir hlutirnir myndu bara breytast í mold. Einhver stakk upp á hvort þetta myndi bara allt breytast í mat. Svo var einhver sem hélt að flaskan myndi breytast í mann.