news

Hnetuofnæmi í leikskólanum

22 Nóv 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn

Við viljum minna á að leikskólinn Hvammur er hnetulaus leikskóli. Hér í leikskólanum eru börn með bráðaofnæmi fyrir hnetum og mega því alls ekki komast í snertingu við neitt sem gæti innihaldið hnetur. Því biðjum við ykkur að virða þá reglu að koma ekki með mat eða drykki í leikskólann sem gætu innihaldið hnetur eða snefilmagn af hnetum. Snerting þessara barna við hnetur getur reynst þeim lífshættuleg!!!

Með fyrirfram þökk

Stjórnendur leikskólanns Hvamms