news

Húsdýragarður 6. júní

03 Jún 2019

Næstkomandi fimmtudag, 6. júní förum við í okkar árlegu ferð í Húsdýragarðinn. Þar munum við skoða dýrin, leika í fjölskyldugarðinum og auðvitað grilla pylsur.

Lagt er af stað með þremur rútum eftir morgunverð kl. 9:30. Rútur sækja síðan hópinn aftur í garðinn kl. 14 með þeirri undantekningu að yngstu börnin í grunnhópum verða sótt kl. 12:00 þegar þau hafa lokið við að borða í garðinum. Þau fara því í hvíld í leikskólanum líkt og venjulega.

Þetta verður skemmtilegt.