news

Desember á Hvammi

14 Des 2020

ólafréttir

Sælir kæru foreldrar og forráðamenn,

Þetta haust hefur farið ágætlega af stað þrátt fyrir öðruvísi aðstæður í samfélaginu og við höfum gert okkar allra besta til þess að halda sem eðlilegustu starfi hér á leikskólanum þannig að það hafi lítil áhrif á börnin. Nú er kominn langþráður desember mánuður og eru allir komnir í jólagírinn með tilheyrandi gleði og jólaskapi. Þessi jólin verða þó með öðru sniði hjá okkur en síðustu ár þar sem við munum halda áfram með sóttvarnarhólfin sem við höfum verið í síðustu misseri.

Síðustu ár höfum við fengið úthlutað jólatré í jólaþorpinu sem við höfum svo farið með ýmiskonar jólaskraut sem börnin hafa búið til og hengt á jólatréð og það er sama fyrirkomulag í ár. Trén okkar eru merkt leikskólanum Hvammi og mun jólaskrautið hanga uppi á aðventunni svo að við hvetjum ykkur til þess að fara með börnunum og skoða listaverkin þeirra. Jólaþorpið er opið allar aðventuhelgar.


Síðustu ár hafa elstu börn leikskólans tekið þátt í „Syngjandi jólum“ í Hafnarborg þar sem sungið er daglangt en í ár fellur það því miður niður í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Við munum þess í stað eiga góða jólastund saman hér í leikskólanum þar sem við munum syngja jólalög og eiga góðar jólastundir.

Föstudaginn 18 desember ætlum við að halda hátíðlegan hér á leikskólanum Hvammi og eru foreldrar hvattir til þess að senda börn sín í leikskólann með jólasveinahúfu eða einhverju rauðu og jólalegu þann dag. Við munum svo snæða hátíðarmat í hádeginu og dansa í kringum jólatréð seinna um daginn eins og síðustu ár en þó hólfaskipt eftir deildum.

Í hvaða röð koma jólasveinarnir?

Röðin á jólasveinunum vill gleymast milli ára en hér kemur hún fyrir þá sem ekki muna. Íslensku jólasveinarnir eru þrettán og kemur sá fyrsti að morgni 12. des. og þá er það röðin:

12. des. Stekkjastaur,

13. des. Giljagaur,

14. des. Stúfur,

15. des. Þvörusleikir,

16. des. Pottaskefill (Pottasleikir),

17. des. Askasleikir,

18. des. Hurðaskellir,

19. des. Skyrgámur,

20. des. Bjúgnakrækir,

21. des. Gluggagægir,

22. des. Gáttaþefur,

23. des. Ketkrókur,

24. des. Kertasníkir.


Með von um gleði og frið á jólum