news

Jólin 2020

18 Des 2020

Jólin 2020

Covid er sannarlega ekki óskabarn okkar frekar en annarra. En ástandið hefur kennt okkur margt, við höfum lagt enn meiri rækt við að vinna í lausnum og um þessi jól var ekkert jólaball eins og venjulega heldur hólfaskipt jólaböll. Í sumum hólfum hjálpuðust börn og starfsfólk að við jólatrjáagerð, önnur hólf tóku tré af kaffistofunni og nýttu hjá sér og sumir komu með jólatré að heiman og skreyttu fyrir hólfið sitt. Hvaða aðferð sem var notuð ríkti einlæg gleði og einhverjir höfðu á orði að þetta væru "bestu jól sem þau hefðu upplifað". Nemandi sem var hér hjá okkur fyrir þremur árum kom og gladdi alla þegar hann gekk hér í kringum húsið fullklæddur jólasveinn, dansandi, veifandi auk þess sem hann fór heljarstökk, frábær gleðigjafi.

Gleðjumst yfir litlu hlutunum og gerum gott úr því sem við höfum.

Gleðileg jól til ykkar allra frá okkur hér á Hvammi.