news

Millideildaaðlögun

13 Jún 2019

Börn í grunn- og miðhópum leikskólans færast á milli deilda eftir sumarfrí. Börn í miðhóp og væntanlegum stórahóp flytjast út í Borgir. Börn í grunnhóp væntanlegum litlahóp flytjast yfir á Álfa- og Tröllaborg.
Við byrjum í næstu viku og hyggjumst klára aðlögun hópanna að nýjum deildum nú fyrir sumarfrí. Aðlögunin verður þannig að kennari hópsins fylgir hópnum á nýju deildina og tekur þátt í hópastarfi fyrir hádegi næstu daga frá kl. 9:30 – 10:30 en þá fara þau aftur á „gömlu" deildina og velja þar. Börnin eru að sjálfsögðu vön að heimsækja aðrar deildir en þarna verður kynnt fyrir þeim að þau muni flytja eftir sumarfrí.

Þegar þið komið eftir sumarfrí fer allur hópurinn beint á nýju deildina og dvelur þar allan daginn. Starfsmenn af gömlu deildinni verða til staðar á nýju deildinni fyrstu 2-3 dagana eftir sumarfrí.