news

Vinavika - vinátta, jákvæð samskipti, jafnrétti

30 Okt 2019

Við ætlum að hafa vinaviku í Hvammi vikuna 4. til 8. nóvember. Á öllum deildum skólans er verið að vinna með Vináttuverkefni Barnaheilla með bangsanum Blæ og er námsefnið notað yfir allt skólaárið.

Samskiptalota hefst í vinaviku. Þar er tekið á samskiptum, umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni, og samstöðu. Samvinnuverkefni af ýmsu tagi eru efst á baugi. Tveir og fleiri saman í verkefnum, samvinnan í kynjablönduninni og samvinna milli eldri og yngri deilda. Þessi lota er í raun fyrirbyggjandi vinna gegn einelti því hér er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd. Börnunum kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun, enda má segja að þessi lota snúist um félagslega jákvæðni. Dagur gegn einelti er í lok vinaviku.

Vinátta, jákvæð samskipti og jafnrétti eru einkunnarorðin okkar í Hvammi.