news

Skógarferð

10 Jún 2020

Næstkomandi fimmtudag 11 júní munu börn í miðhópum af leikskólanum Hvammi fara í skógarferð að Hvaleyrarvatni.

Lagt verður af stað strax eftir morgunmat kl 9:30. Við munum byrja á að fara í skógrækt Hafnarfjarðar þar sem við ætlum að gróðursetja tré á svæðinu. Að lokinni gróðursetningu munum við ganga niður að Hvaleyrarvatni þar sem við munum fara í leiki og hafa gaman fram að hádegi. Í hádeginu verða svo grillaðar pylsur og meðlæti. Að loknum hádegisverði verða þau svo sótt með rútu um kl 12:30 að Hvaleyrarvatni og verða þau því komin aftur á leikskólann í kringum 13.