news

Sumardagurinn fyrsti

21 Apr 2021

Kæru foreldrar og forráðamenn

Á morgun fimmtudag er sumardagurinn fyrsti og verður leikskólinn því lokaður.

Við viljum benda á að menningarhátíðin Bjartir dagar byrja í Hafnarfirði í dag og er þemað í ár "Unglingar". Í venjulegu árferði stendur þessi fyrsta bæjarhátíð yfir í fimm daga en ákveðið hefur verið að hátíðin standi yfir í allt sumar og verði hattur fjölbreyttra hátíðarhalda.

Leikskólar í Hafnarfirði munu sýna leikskólalist og verðum við hér í Hvammi með falleg gluggaskraut sem við hvetjum foreldra til að koma og skoða með börnum sínum.

Sumarkveðja starfsfólk Hvamms