news

Sumarferð

03 Jún 2020

Á morgun fimmtudag verður farið í hina árlegu sumarferð leikskólans Hvamms og er ferðinni heitið á Víðisstaðatún þetta árið. Lagt verður af stað strax eftir morgunmat eða ekki seinna en 9:30, það er því mikilvægt að öll börn verði mætt í leikskólann fyrir þann tíma.

Við ætlum að skoða það sem Viðisstaðartún hefur upp á að bjóða og njóta þess að leika okkur saman og hafa gaman. Við ætlum svo að grilla pylsur í hádeginu og munu yngstu börnin fara heim með rútu eftir hádegismatinn en litlu, mið og stóru hópar ætla að njóta aðeins lengur á Víðisstaðatúni og munu leggja af stað heim um kl 14.