news

Sumarfrí

30 Jún 2020

Kæru foreldrar, við þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu skólaári og óskum þess að allir hafi það gott í fríinu.

Fyrsti sumarfrísdagurinn á Hvammi er miðvikudagurinn 8. júlí og við munum opna aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 6. ágúst.

Aðlögun barna sem flytjast á milli deilda er hafin og gengur mjög vel. Við hyggjumst klára aðlögun hópanna að nýjum deildum nú fyrir sumarfrí. Aðlögunin er þannig að kennari hópsins fylgir hópnum á nýju deildina og tekur þátt í hópastarfi fyrir hádegi og þegar því er lokið fara þau aftur á „gömlu" deildina og velja þar. Börnin eru að sjálfsögðu vön að heimsækja aðrar deildir en þarna er kynnt fyrir þeim að þau muni flytja eftir sumarfrí.

Þegar þið komið eftir sumarfrí fer allur hópurinn beint á nýju deildina og dvelur allan daginn, starfsmenn af gömlu deildinni verða til staðar fyrir yngstu börnin á nýju deildinni fyrstu 2-3 dagana eftir sumarfrí.

Við viljum minna á að inná vefsvæði í Karellen geta foreldrar sótt myndir af sínu barni sér að kostnaðarlausu.

Leiðbeiningar eru undir Hjálp/aðstoð.

Sumarkveðjur starfsfólk Hvamms