news

Sumarhátíð

21 Maí 2021

Sumarhátíð leikskólans Hvamms var haldin hátíðleg í dag á þessum fallega sumardegi. Við fengum til okkar Sirkus í garðinn til að leika listir sínar í boði foreldrafélagsins. Börn og fullorðnir voru hæstánægð með þessa frábæru skemmtun eins og sést á þessum skemmtilegu myndum.

Einnig bauð foreldrafélagið upp á tvo hoppukastala í garðinn hjá okkur sem börnin fengu öll að hoppa í til skiptis og voru yfir sig hrifin.

Við viljum þakka foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa skemmtun sem gladdi börnin verulega.

Góða helgi