news

Útskrift

04 Jún 2020

Á morgun föstudag fer fram útskrift elstu barna af leikskólanum Hvammi. Útskriftin fer fram í sal Öldutúnsskóla kl 14:30.

Í ár þurfum við að takmarka fjölda þeirra sem mæta og því er einungis foreldrum og eldri systkinum boðið á athöfnina. Þar sem útskriftin er hátíðleg athöfn og útskriftarbarnið á að vera í aðahlutverki þá mælum við með því að yngri systkini mæti ekki og steli senunni, það fer vel um þau á leikskólanum á meðan athöfn stendur.

Eigum saman notalega stund á hátíðlegum degi