news

Val á túnið

23 Apr 2021

Eftir sumardaginn fyrsta breytist útisvæði í valinu. Elstu leikskólabörnin á Hamars- og Vitaborg fá tækifæri til að öðlast aukna ábyrgð og frelsi til að velja leiki utan leikskólalóðar á valtímanum. Þetta er á afmörkuðu svæði á túninu fyrir framan leikskólann. Þau eru því stundum ein úti á túni en undir vökulum augum kennara úr gluggum leikskólans. Mikil spenna er hjá börnunum fyrir þessu og reynsla síðustu ára sýnir að þau standa vel undir þessari ábyrgð. Þetta hefur alltaf gengið vel og hefur flestum gengið vel að virða þau ósýnilegu mörk sem þeim eru sett. Skólalóðir grunnskólanna eru ekki lokaðar af líkt og leikskólinn og því er þetta góð æfing fyrir börnin fyrir komandi grunnskólagöngu.

Við viljum af þessu tilefni minna á að það getur skapað mikla hættu ef bílar eru hafðir í gangi á bílaplaninu í kringum leikskólann á meðan verið er að sækja börnin á leikskólann. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn muni eftir að slökkva á vélum bifreiða sinna á meðan farið er inn í húsið og börnin sótt.

Yngstu börnin á Sól- og Skýjaborg sem verið hafa í litla garðinum í vetur velja nú út í stóra leikskólagarðinn.