news

Vinátta bangsinn Blær

20 Ágú 2019

Unnið er með Vinaáttuverkefni Barnaheilla á öllum deildum hér í Hvammi. Verkefnið er hluti af lýðheilsuátaki Hafnarfjarðarbæjar.

Þetta er verkefni sem vinnur með vináttu og gengnir þar bangsinn Blær lykilhlutverki. Um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti fyrir börn á aldrinum 2- 8 ára.

Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út af Barnaheillum – Save the Children á Íslandi í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku.

Vinátta eða Fri for mobberi byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Efninu fylgir bangsinn Blær sem er táknmynd vináttunnar auk hjálparbangsa fyrir hvert það barn sem mun vinna með verkefnið.

http://www.barnaheill.is/vinatta/