Dagskipulag í Leikskólanum Hvammi:

kl. 7:30 Leikskólinn opnar, val, rólegur leikur.

kl. 9:00 Morgunverður/hópatími, börnin borða með sínum hóp og í framhaldi af morgunverði er hópatími.

kl. 10:30 Valfundur, börnin velja viðfangsefni. Boðið er upp á ýmis valsvæði; útisvæði, kubba, leir, sull, púða, hlutverkaleik, listakrók og val milli deilda.

kl. 12:00 Hádegisverður/hópatími, börnin borða saman í sínum hópum og hvíla sig eftir matinn. Vinna síðan með hópstjóra og framkvæma ýmis verkefni. Yngstu börnin á Sólborg og Skýjaborg borða kl 11:30.

kl. 13:50 Valfundur, börnin velja viðfangsefni. Boðið er upp á ýmis valsvæði; útisvæði, kubba, leir, sull, listakrók, púða og hlutverkaleik.

kl. 15:00 Nónhressing, börnin fá sér hressingu í sínum hópum og hittast síðan á valfundasvæði í kveðjustund.

kl. 15:30 Valfundur fyrir börn sem dvelja lengur en til kl 16:00. Boðið er upp á ýmis valsvæði; púða, hlutverkaleik, listakrók, tölvu og byggingaleik með ýmsum gerðum af kubbum. Einnig er í boði að fara með hluta af hópnum í sal þann dag sem deildin á salinn. Ef farið er í salinn eða út í garð með börnin þá er komið inn á deild kl. 16:30 og skilað þar.

kl. 17:00 Leikskólinn lokar.

Valfundir fara eins fram um allan skólann og eru samskonar svæði og sami fjöldi á svæði í boði allstaðar. Undantekning er þó á útisvæði sem er breytilegt eftir stærð deildanna. Reglurnar við valið eru einfaldar, það barn sem valdi fyrst á síðasta fundi velur síðast á næsta fundi og svo koll af kolli. Með þessu er tryggt að allir verði einhvern tímann fyrstir og einhvern tímann síðastir.