Fatahólfin:
Munið að hafa aðeins það í hólfinu sem börnin þurfa að nota í leikskólanum.
Daglega, en þó eftir veðri, þarf að vera í hólfinu:
• Hlý peysa, húfa og ullarsokkar.
• Auka par af vettlingum.
• Pollagalli og stígvél.
• Kuldagalli og góðir skór í snjónum.
Aukafatnaður sem þarf að vera í kassa í hólfinu:
• Auka nærföt.
• Auka sokkar, tvenn pör.
• Auka buxur.
• Auka síðerma bolur.
Minnum á að foreldrar þurfa að:
• Taka til og yfirfara hólfin og kassana á hverjum degi.
• Bæta þarf aukafötum í kassana jafnóðum og óhrein föt fara heim með barninu.
• Best er að börnin klæðist fatnaði sem þau ráða vel við að klæða sig í og úr.
• Merkja þarf fatnað og skó barnanna.