Fundur stjórnar foreldrafélags leikskólans Hvamms 18. september 2017

Viðstaddir: Elín S. Jónsdóttir, Emilía Borgþórsdóttir, Monika Kavalaite, Stefanía Bjarnadóttir, Rakel, Þóra Kristjana Einarsdóttir og Margrét Sigurpálsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Verkaskipting í stjórn
Ákveðið samhljóma að Margrét verður formaður, Rakel tekur að sér að vera gjaldkeri. Margrét hefur beðið Jóhann Hauk Björnsson um að vera skoðunarmaður reikninga og skoða reikninga tvö ár aftur í tímann, hún bíður svara.
Stefanía og Ella munu áfram vera í foreldraráði Hafnarfjarðarbæjar. Skipun ritara stjórnar frestað um sinn.
2. Innheimta gjald í foreldrafélagið
Ákveðið að hafa gjald í foreldrafélagið óbreytt, síðustu 2 ár hefur gjaldið verið 3.000 kr. á barn og 5.000 kr. fyrir tvö börn. Reikningar skulu vera sendir út sem fyrst, með gjalddaga 1. nóvember. Nikulás sendir reikningana út þar sem hann er enn prókúruhafi. Nikulás á fyrir næsta fund að upplýsa okkur um stöðuna á reikningum og eins hverjar heimturnar voru af gjaldi haust 2016 og voru 2017.
3. Starf foreldrafélagsins veturinn 2016-2017
Rætt um komandi vetur og hugmyndir að viðburðum og verkefnum. Stefnt að því að hafa núvitundarnámskeið og dansnámskeið á skólaárinu, Ella athugar verð í bæði.
Einróma samþykki að kaupa og fá uppsetta klifurgrind a lóðina um leið og fjármagn er til. Emilía fær upplýsingar frá Brynju og hefur samband við Krumma.
Vorhátíðin verður með öðru sniði í ár, pylsur verða grillaðar á skólatíma, foreldrafélagið sér um skemmtun og hugsanlega popp. Á fundi í nóvember verður ákveðið hvort og þá hvaða jólagjöf verður gefin börnunum.
Ákveðið að setja upp endurskinsmerkjaleik í samráðum við leikskólann, Emilia hefur samband við tryggingarfélög til að fá endurskinsmerki.
4. Fundardagskráin veturinn 2017-2018
Eftirfarandi dagsetningar fyrir fundi stjórnar foreldrafélagsins hafa verið ákveðnar:
18. September kl 20:30
23. október kl 20:30
27. nóvember kl 20:30
22. janúar kl 20:30
12. mars kl 20:30
14. maí kl 20:30
5. Önnur mál
Emilía lagði út fyrir plakötum fyrir vorhátíðina í maí 2017 og skal senda reikning á gjaldkera til að fá endurgreitt