Fundur stjórnar foreldrafélags leikskólans Hvamms þann 13.september 2022


Verkaskipting félagsins

Fyrsta mál á dagskrá var að kjósa í stöður formanns, ritara og gjaldkera. Alma Jónsdóttir var kosinn formaður félagsins, Sigríður Tinna ritari og Monika Kavalaite gjaldkeri. Einnig var ákvarðað fulltrúa leikskólans sem munu sitja í foreldraráði í vetur.

Innheimta gjald í foreldrafélagið

Það var ekki tekin ákvörðun um hvort að upphæð gjaldseðla sem sendir eru á foreldra muni hækka eða haldast sú sama. Þá er næsta mál á dagskrá að athuga stöðu á reikningi eins og hún er og taka ákvörðun út frá því. Reikningar verða sendir út á foreldra tvisvar yfir veturinn. Gjaldið sem foreldrar greiða fer í viðburði og gjafir tengdum jólum sem og vorhátíð leiksólans.

Jól og vorhátíð

Ákvörðun um jólagjafir fyrir börnin verður tekin sem fyrst og ákvarðað var að hafa sambönd við bókaútgáfur núna á næstu dögum til að kanna verð og fleira. Hugmyndir komu um að hafa grillaðar pylsur á vorhátíðinni í stað þess að bjóða upp á ís eins og gert var síðastliðið vor. Þegar búið er að fá nákvæmara yfirlit yfir stöðu á sjóðnum fyrir og eftir að jólagjöf hefur verið keypt verður tekin ákvörðun um hvort hægt sé að fjárfesta í aðra hluti á borð við skemmtaninr eða annað fyrir börnin.