Lög Foreldraráðs leikskólans Hvamms.

Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar. Skal kosning til foreldraráðs fara fram í september á ári hverju og skal kosið til eins árs í senn. Foreldraráð setur sér starfsreglur. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði. Leikskólastjóri getur sótt um undanþágu til sveitarfélags um stofnun foreldraráðs ef gildar ástæður eru fyrir hendi, svo sem vegna fámennis í leikskóla.
Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.


Lög foreldrafélags leikskólans Hvamms
1.gr.

Félagið heitir Foreldrafélag leikskólans Hvamms. Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna í leikskólanum Hvammi við Staðarhvamm 23 í Hafnarfirði.

2.gr.
Markmið félagsins er aö tryggja sem best velferð barna í leikskólanum með því að:

a) Efla samstarf foreldra/forráðamanna og starfsfólks um starfsemi og aðbúnað leikskólans.

b) Standa fyrir ferðum og öðrum uppákomum fyrir börnin og foreldra/forráðamenn þeirra.
c) Leggja hagsmunum barna og foreldra lið bæði innan leikskólans og út á við.
3.gr.

a) Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

b) Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera innan ramma markmiða félagsins og að því marki sem ákvarðana aðalfunda nýtur við skal eftir þeim starfað.

4.gr.

Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að hver deild leikskólans eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa einn fulltrúa til setu í henni, þannig að samtals skipi stjórn amk 7 fulltrúar. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji tvö ár í senn í stjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann, varaformann, gjaldkera, ritara og upplýsingafulltrúa. Stjórn kemur saman svo oft sem þurfa þykir, að jafnaði þó ekki sjaldnar en mánaðarlega.

5.gr.
Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi.
6.gr.

Aðalfund skal halda á tímabilinu 1.sept.-15.okt. ár hvert. Boða skal til hans með auglýsingu með amk tveggja vikna fyrirvara.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi félagsins 21.9.2006.