news

Flutningur milli leikskóla

13 Jan 2023

Kæru foreldrar og forsjáraðilar,

Við viljum minna á að ef þið óskið eftir flutningi milli leikskóla innan Hafnarfjarðar þarf sú beiðni að berast fyrir 1. febrúar 2023 þannig að tryggt verði að af flutningi geti orðið í ágúst.

Flutningsbeiðnir verða afgreiddar og sendar út í febrúar 2023 þannig ættu svör um flutning milli skóla að liggja fyrir áður en aðalinnritun fer fram í mars.