news

Hjólað í vinnuna hefst 4.maí 2022

11 Apr 2022

Hjólað í vinnuna hefst 4. maí 2022

Kæri Lífshlaupari

Hjólað í vinnuna er fyrir marga vorboðinn ljúfi og frábær tími til að huga að heilsunni og daglegri hreyfingu. Átakið er góð leið fyrir vinnustaði landsins til að huga að starfsandanum og til þess að hressa upp á stemninguna...

Markmið verkefnisins er að huga að daglegri hreyfingu ásamt því að vekja athygli á virkum ferðamáta og eru hjólreiðar bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti. Hjólreiðar eru kjörin leið til útivistar, frábær hreyfing og þar með góð líkamsrækt. Munum bara eftir skynseminni í umferðinni, hjálminum og bjöllunni góðu. Nú er því um að gera að fara yfir gíra, bremsur, dekk og annan búnað.

Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland hvetur landsmenn til að hreyfa sig daglega og ekki síst taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem Hjólað í vinnuna er.
Með hjólakveðju,
Starfsfólk Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ