Afsláttur leikskólagjalda veturinn 2020-2021

Ágæta foreldri / forráðarmaður

Átt þú rétt á viðbótarafslætti?

Nú í upphafi skólaárs er nauðsynlegt að endurnýja umsóknir um viðbótarafslátt af leikskólagjöldum og verða ALLAR eldri umsóknir felldar úr gildi. Til að öðlast viðbótarafslátt þarf umsókn að berast í gegnum „MÍNAR SÍÐUR“.


Leikskólagjöld eru innheimt samkvæmt gjaldskrá. Veittur er systkinaafsláttur vegna systkina sem eru samtímis í leikskóla. Annað barn fær 75 % afslátt, þriðja og fjórða barn fá 100% afslátt. Foreldrar geta sótt um tekjutengdan viðbótarafslátt sem er 50% annars vegar og 75% hins vegar. Ekki er hægt að fá hvorutvegga systkinaafslátt viðbótarafslátt.


Gjaldskrá leikskóla Hafnarfjarðar

  • Gjald á mánuði, fyrir hverja dvalarklukkustund á dag 3.090 kr.
  • Gjald á mánuði fyrir fyrstu 1/2 dvalarklukkust. á dag, umfram 8,5 klst. 4.013 kr.
  • Gjald á mánuði fyrir morgunhressingu 1.806 kr.
  • Gjald á mánuði fyrir hádegismat 5.138 kr.
  • Gjald á mánuði fyrir síðdegishressingu 1.806 kr.

Systkinaafsláttur, vegna systkina samtímis í leikskóla

Afsláttur reiknast af almennu dvalargjaldi, fyrir hvert barn umfram eitt.

  • Fyrir yngsta systkini er greitt fullt gjald, en afsláttur veittur:
  • Fyrir annað systkini, afsláttur75%
  • Fyrir þriðja systkini, afsláttur100%
  • Fyrir fjórða systkini, afsláttur100%

Systkinaafsláttur er eingöngu veittur af almennu dvalargjaldi.

Hægt er að nálgast upplýsingar um tekjuviðmið á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar :

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/stjornsyslan/gjaldskrar/#leikskolar

Fylgigögn sem þurfa að fylgja umsókn eru eftirfarandi:

 Staðfest afrit af síðasta skattframtali (hægt að nálgast rafrænt afrit á www.skattur.is)

o Ef tekjur umsækjanda/foreldra/forráðamanna eru lægri en þær sem koma fram á skattframtali þurfa eftirfarandi gögn að fylgja:

 Launaseðlar síðastliðna þrjá mánuði

 Greiðsluseðlar vegna atvinnuleysisbóta(ef við á)

 Yfirlit yfir bætur frá Tryggingastofnun ríkisins (ef við á)

 Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur (ef við á)

Nánari upplýsingar á www.hafnarfjordur.is eða í þjónustuveri í síma 585-5500.

Bestu kveðjur Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar