Móttökuáætlun barna. Deildarstjóri boðar foreldra nýnema í fyrsta viðtal áður en leikskóladvöl hefst og áætlun er gerð um aðlögun barnsins. Við aðlögun er farið eftir móttökuáætlun leikskólans en þó alltaf tekið mið af hverju barni og fjölskyldu þess. Móttaka barna fer eftir aldri þeirra og hvort þau hafa áður verið í leikskóla.

Mánudagur kl. 9:30 til 10:30.

Þriðjudagur kl. 9:30 til 11:30 (foreldrar fá sér kaffi í kaffistofu starfsmanna).

Miðvikudagur kl. 9:00 til 12:00 (foreldrar skreppa frá í samráði við kennara barnsins, börnin borða morgun- og hádegismat).

Fimmtudagur kl. 9:00 (tíminn lengdur fram yfir hvíld, kennari hringir þegar barnið vaknar).

Föstudagur kl. 9:00 til 15:30.

Við upphaf skólagöngu ber að minna á hvað á að vera í hólfum barnanna og einnig að hafa aðeins það í hólfinu sem börnin þurfa að nota í leikskólanum. Daglega, en þó eftir veðri, þarf að vera í hólfinu: Hlý peysa, húfa og ullarsokkar. Auka par af vettlingum. Pollagalli og stígvél. Kuldagalli og góðir skór í snjónum. Aukafatnaður sem þarf að vera í kassa í hólfinu: Auka nærföt. Auka sokkar, tvenn pör. Auka buxur. Auka síðerma bolur. Foreldrar eru hvattir til þess að taka til og yfirfara hólfin og kassana á hverjum degi. Bæta þarf aukafötum í kassana jafnóðum og óhrein föt fara heim með barninu. Best er að börnin klæðist fatnaði sem þau ráða vel við að klæða sig í og úr. Merkja þarf fatnað og skó barnanna.

Karellen-app er app sem við mælum með að foreldrar nái í. Hægt er að nálgast appið í App store og í Google play. Aðgangur aðstandenda í innra kerfinu og appinu gefur yfirsýn og upplýsingar um dag barnsins í skólanum: viðvera, skilaboð, dagatal, myndasafn, fjölskylda, svefn.

Aðgangur að innri vef fyrir foreldra fer í gegnum "Innskráning í Karellen" hérna efst á heimasíðunni. Skráið netfangið ykkar sem er skráð hjá skólanum. Þá fáið þið sendan tölvupóst með slóð, smellið á slóðina til þess að virkja aðganginn ykkar og þá fáið þið upp valmöguleikann að búa til lykilorð. Nánari upplýsingar eru á www.karellen.is

Matseðill vikunnar er í Karellen-appinu og á heimasíðu leikskólans Hvamms. Í skólanum er boðið upp á morgun- og hádegisverð ásamt síðdegishressingu auk þess eru ávaxtatímar kl. 10:30 og kl. 13:50.

Sameiginlegur matseðill er fyrir leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þar sem horft er til hollustu, fjölbreytni og gæða þess matar sem boðið er upp á. Slíkt fyrirkomlag stuðlar ekki eingöngu að hollu mataræði og heilbrigðum matarvenjum heldur hjálpar það til við að draga úr matarsóun og verndar þannig umhverfi okkar. Á sameiginlegum matseðli leikskólanna er lagt er upp með að hafa fisk tvisvar sinnum í viku, kjötrétti 1-2 sinnum í viku og spónamat og/eða grænmetisrétti 1-2 sinnum í viku. Morgun- og hádegisverður ásamt síðdegishressingu og millibita eiga að sjá börnunum fyrir 70% af orku- og næringargildi dagsins.